Í viðhorfskönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, sem unnin var fyrir Forsætisráðuneytið og kynnt var í gær kemur fram mikil óánægja með núverandi kjördæmaskipan og atkvæðavægi. Fyrir hvern einn sem telur litla sem enga þörf á breytingu eru fjórir sem telja þörf á breytingar. Tölurnar eru 64% á móti 16% og 20% telja hvorki litla né mikla þörf á breytingum.
Ekki er mikill munur á afstöðu eftir kyni og aldri, en hins vegar merkjanlegur munur eftir menntun. Sjötíu og eitt prósent háskólamenntaðra tekja þörf á breytingum en hlutfallið er 59% hjá þeim sem eru með grunnskólamenntun.
Mikill munur eftir búsetu
Séu svörin greind eftir búsetu kemur fram mikill munur á afstöðu höfuðborgarsvæðisins annars vegar og landsbyggðarinnar hins vegar. Á Höfuðborgarsvæðinu eru 70% á þeirri skoðun að breytinga sé þörf en aðeins 54% á landsbyggðnni. Þeir sem telja litla eða enga þörf á breytingum eru 12% höfuðborgarsvæðinu en 23% á landsbyggðinni.
Í máli er í könnuninni hvað mestur afstöðumunur eftir búsetu. Óánægjan með núverandi fyrirkomulag er mun meir en á landsbyggðinni. En engu að síður er óánægjan líka mikil á landsbyggðinni þar sem 54% vilja breytingar.
Ekki er unnt að benda á ákveðin atriði sem óánægjan beinist að umfram það sem kemur fram í spurningunni, sem nefnir kjördæmaskipan og atkvæðavægi. Ekki er ólíklegt að óánægjan með atkvæðavægið sé mikil á höfuðborgarsvæðinu og meginþungi viljans til breytinga, en á landsbyggðinni kann óánægjan meira að beinast að stórum landsbyggðarkjördæmum en atkvæðavæginu. Ekki er þó hægt að fullyrða um að hverjar skýringarnar nákvæmlega eru nema að afla frekari upplýsinga.