Landsbankinn lánar til Nemendagarða Lýðskólans á Flateyri

Frá vinstri: Þórdís Sif Sigurðardóttir, Sævar Þór Ríkharðsson og Óttar Guðjónsson.

Í dag veitti Landsbankinn Nemendagörðum Lýðskólans á Flateyri lán til kaupa á Eyrarvegi 8, Flateyri, sem nú hefur verið tekið í notkun sem nemendagarðar fyrir nemendur Lýðskólans á Flateyri. Húsnæðið var áður sjúkraskýli Flateyrarlæknishéraðs, en hefur nú fengið nýjan tilgang.

Nemendur Lýðskólans á Flateyri í samstarfi við starfsmenn fá það verkefni að velja nafn á hina nýju nemendagarða.

Stjórn Nemendagarða lýsir yfir mikilli ánægju með aðkomu Landsbankans að þessu samfélagslega mikilvæga verkefni.

DEILA