Krakkakarfa á Patró og Bíldudal í boði Arnarlax

Meistaraflokkur karla hjá Körfuknattleiksdeild Vestra  heldur í æfingaferð á sunnanverða Vestfirði um helgina. Fyrirtækið Arnarlax er einn af mikilvægum styrktaraðilum körfunnar og býður fyrirtækið krökkum á svæðinu á á tvær körfuboltaæfingar í tilefni af heimsókninni. Sú fyrri verður á laugardag á Patreksfirði og á hin seinni á sunnudag á Bíldudal. Æfingarnar eru opnar krökkum á öllum aldri og verða í umsjón Péturs Más Sigurðssonar, þjálfara meistaraflokks, og vaskra leikmanna hans sem margir eru þrautreyndir yngri flokkaþjálfarar.

Krakkaæfingar:
Á Patreksfirði kl. 14:00 á laugardag í Íþróttamiðstöðinni Brattahlíð.
Á Bíldudal kl. 13:00 á sunnudag í Íþróttamiðstöðinni Byltu.

Auk þess verða æfingar meistaraflokks í Íþróttamiðstöðinni Brattahlíð um helgina opnar almenningi og því um að gera að kíkja og fylgjast með strákunum undirbúa sig fyrir átök vetrarins í 1. deild karla.

Æfingar meistaraflokks:

Á laugardag kl. 11:30-12:45 og aftur kl. 16:00-17:30.
Á sunnudag kl. 10:30-12:00.

DEILA