Fyndnasta kvikmyndahátíð Íslands

Iceland Comedy Film Festival hefur göngu sína í dag, í fjórða sinn. Dagsrá hátíðarinnar hefur aldrei verið eins vegleg og nú og stendur hátíðin yfir í fimm daga. Hátíðin hefur göngu sína á 48 stunda gamanmyndakeppni, þar sem fjöldi þátttakanda hefur skráð sig til leiks og fær það verkefni að fullklára gamanmynd á 48 klst undir handleiðslu Arnórs Pálma, sem hefur meðal annars leikstýrt áramótaskaupinu undanfarin tvö ár.

Á hátíðinni í ár verða sýnda á fjórða tug íslenskra og erlenda gamanmynda. Hátíðin leggur áherslu á að sýna skemmtilegar og fyndnar kvikmyndir, bæði stuttar og í fullri lengd. Fyrir vikið hefur hátíðin vaxið gríðalega undanfarin ár og er orðin ein mest sótta kvikmyndahátíð landsins, enda fátt skemmtilegra en að hlæja saman yfir góðri gamanmynd.

Heiðursgestur ársins í ár er Edda Björgvinsdóttir og verður hún heiðruð fyrir framlag sitt til gamanmyndagerðar á Flateyri, með sérstakri hátíðarsýningu á Stellu í Orlofi.

Fyrir utan gamanmyndasýningar eru er dagskrá hliðarviðburða mjög fjölbreytt, þar má til að mynda nefna yfirtöku Jómfrúnnar á Vagninum, kvöldvöku Tvíhöfða, Laxaveislu Arctic Fish, setningu Lýðskóla Flateyrar, Flugeldasýning, að ógleymdu fyrsta sveitaballi Á móti sól á Vagninum.

Í ár verður einnig lögð mikil áhersla á dagskrá fyrir börn, þökk sé Barnamenningarsjóði Íslands. Meðal annars mun Leiklistarskóli Borgarleikhússins bruna vestur og halda námskeið í persónusköpun fyrir börn auk þess sem Steypustöðin mun bjóða börnum upp á 10 ára afmælissýningu á Algjör Sveppi og leitin að Villa, þar sem Sveppi sjáfur mun mæta og sprella með krökkunum á undan sýningunni.

Þá hefur Tónlistarskóli Ísafjarðar verið með vinnusmiðjur fyrir nemendur sína í sumar þar sem þeir hafa æft tónlist við Buster Keaton myndina The Boat. Verður myndin sýnd á hátíðinni þar sem nemendur munu leika undir.

DEILA