Í ágústmánuði auglýsti stjórn Náttúrustofu Vestfjarða laust starfs forstöðumanns. Umsóknarfrestur rann út 26. ágúst og voru umsækjendur tveir:
María Maack, er með M.Sc. í umhverfisstjórnun og hefur lagt stund á doktorsnám í visthagfræði. María starfar hjá Náttúrustofu Vestfjarða og er verkefnisstjóri umhverfisvottunar Vestfjarða.
Sigurður Halldór Árnason, er með M.Sc. í Stofnerfðafræði og Ph.D. Kandidat í Líffræði við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands. Sigurður er verkefnisstjóri meistaranáms við Háskólasetur Vestfjarða.
Gert er ráð fyrir að gengið verði frá ráðningu síðar í þessum mánuði.