Drangsnes: nafn í nýja götu sett í íbúakosningu

Frá Drangsnesi. Mynd: Ingólfur Andrésson.

Hreppsnefnd Kaldrananeshrepps ræddi á fundi sínum í vikunni hvaða nafn ætti að gefa nýrri götu í þorpinu.

Gatan hefur haft vinnuheitið Vitagata eða Vitabraut. Sveitastjórn ákvað að kosið yrði á milli þriggja nafna í almennri íbúakosningu: Vitavegur; Vitahjalli og Húsahjalli.

Oddvita var falið að annast framkvæmd íbúakosningarinnar.

Misjöfn staða á heitum pottum og sundlaug

Á fundinum var einnig lögð fram eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Fram kemur að  Gvendarlaugar hins góða í Bjarnafirði og einnig heitur pottur þar standast gæðakröfur skv. reglugerð 814/2010. En Sundlaugin á Drangsnesi og heitur pottur við sundlaugina stóðust ekki gæðakröfur. Klórbúnaður sundlaugar var bilaður og beðið eftir viðgerð.

Heitu pottarnir í fjörunni á Drangsnesi standast gæðakröfur svo og  Vatnsveitan Drangsnesi.

 

DEILA