Tekjuhæstir á Vestfjörðum: Bolvíkingar áberandi

Bolungavíkurhöfn Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Þrír bolvískir útgerðarmenn voru meðal tekjuhæstu manna á Vestfjörðum árið 2018, samkvæmt upplýsingum úr álagningaskrá ríkisskattstjóra. Allir hafa þeir selt kvóta á síðasta ári sem gefur þeim álitlegar fjármagnstekjur.

Guðmundur Einarsson skipstjóri og útgerðarmaður og bróðir hans Jón Þorgeir Einarsson endurskoðandi og útgerðarmaður seldu á síðasta ári hlut sinn í útgerðarfélaginu Blakknes ehf. Eignir félagsins voru taldar nema 1,4 milljörðum króna í fyrra. Tekjur Guðmundar voru 404 milljónir á árinu 2018, þar af voru 398 milljónir fjármagstekjur. Tekjur Jóns Þorgeirs voru 257 milljónir króna, þar af voru 237 milljónir vegna fjármagnstekna. Þriðji útgerðarmaðurinn í Bolungarvík, Ketill Elíasson, fékk 328,5 milljónir króna í fjármagnstekjur á síðasta ári og þar að auki 7 milljónir í aðrar tekjur. Þessir þrír útgerðarmenn ásamt Steindóri Sigurgeirssyni frá Patreksfirði voru langtekjuhæstir íbúa á Vestfjörðum árið 2018. Faðir Guðmundar og Jóns Þorgeirs, Einar Guðmundsson er jafnframt á lista yfir tekjuhæstu Vestfirðinga á síðasta ári , svo og Elías sonur Jóns Þorgeirs.

Tekjuhæstu einstaklingar á Vestfjörðum 2018:

  1. Steindór Sigurgeirsson, heildartekjur 1.222 milljónir, þar af fjármagnstekjur 1.219 millj.
  2. Guðmundur Einarsson, heildartekjur 404 milljónir, þar af fjármagnstekjur 398 millj.
  3. Ketill Elíasson, heildartekjur 335,7 milljónir, þar af fjármagnstekjur 328,6 millj.
  4. Jón Þorgeir Einarsson, heildartekjur 257 milljónir, þar af fjármagnstekjur 237 millj.
  5. Bjarni Jónsson, heildartekjur 82 milljónir, þar af fjármagnstekjur 71,5 millj.
  6. Albert Marzellíus Högnason, heildartekjur 77 millj., þar af fjármagnst. 59 millj.
  7. Flosi Kristjánsson, heildartekjur 73,7 milljónir, þar af fjármagnstekjur 70,5 millj.
  8. Kristján R. Kristjánsson, heildartekjur 69 milljónir, þar af fjármagnstekjur 57 millj.
  9. Einar Guðmundsson, heildartekjur 66,5 milljónir, þar af fjármagnstekjur 64,8 millj.
  10. Elías Jónsson, heildartekjur 59 milljónir, þar af fjármagnstekjur 47 millj.
  11. Sigurjón Eiðsson, heildartekjur 55,7 milljónir, þar af fjármagnstekjur 41 millj.
  12. Inga María Guðmundsdóttir, heildartekjur 54,7 milljónir, þar af fjármagnst. 48 millj.
  13. Hugi Jónsson, heildartekjur 47,2 milljónir, þar af fjármagnstekjur 35,7 millj.
  14. Jón Bessi Árnason, heildartekjur 42 milljónir, engar fjármagnstekjur.
  15. Einar Valur Kristjánsson, heildartekjur 40,7 milljónir, þar af fjármagnstekjur 9,5 millj.
  16. Elín Valgeirsdóttir, heildartekjur 30 milljónir, þar af fjármagnstekjur 28,9 milljónir
  17. Jón Anton Magnússon, heildartekjur 27,5 milljónir, þar af fjármagnstekjur 22,8 millj.

Upplýsingar fengnar af stundin.is

DEILA