Svefneyingabók

Út er komin ný bók eftir Þórð Sveinbjörnsson þar sem hann lýsir bernskuárum sínum í Svefneyjum á Breiðafirði og segir frá búskaparháttum þar um miðja 20. öldina. Einnig er saga eyjanna frá fyrri tíð rakin og sagt frá fólki sem þar hefur búið í gegnum aldirnar. Þórður segir hugmyndina að bókinni hafi vaknað fyrir um tveimur árum þegar hann var að vinna að örnefnaskrá fyrir eyjarnar. Þórður er fæddur í Svefneyjum árið 1941 og ólst þar upp, en foreldrar hans, Sveinbjörn Daníelsson og Sigríður Þórðardóttir gerðust bændur í Svefneyjum árið 1939 og bjuggu þar í 19 ár. Búskapur var stundaður í Svefneyjum fram á níunda áratug síðust aldar, en þegar honum lauk eignaðist Dagbjartur Einarsson útgerðarmaður í Grindavík eyjarnar og eru þær nú í eigu og umsjá afkomenda hans.

DEILA