Út er komin skýrsla um smávirkjanir í Noregi, en hún er afrakstur ferðar fulltrúa Orkustofnunar til Noregs sl. vor til að kynna sér hvernig þar hefur verið staðið að uppbyggingu á virkjunum í vatnsafli sem eru minni en 10 MW.
Félag smávirkjanabænda (Småkraftforeninga) var heimsótt og auk funda með þeim höfðu verið skipulagðir fræðslufundi með ýmsum aðilum eins og Norges vassdrags- og energidirektorat (NVE) sem er systurstofnun Orkustofnunar þar í landi.
Í Noregi eru um 2000 smávirkjanir og hefur þeim fjölgað mikið undanfari vegna stuðnings stjórnvalda.
Í kringum uppbygginguna hafa orðið til fyrirtæki sem taka að sér að sjá um allan undirbúning fyrir byggingu virkjunar, fjármögnun, hönnun og leyfi og gera samninga við bændur til 40 eða 60 ára um prósentur af veltu eða tekjum virkjunarinnar.
Á vegum Orkustofnunar verður efnt til ráðstefnu á Grand Hóteli í Reykjavík þann 17. október og þar mun meðal annars fulltrúi félags smávirkjanabænda í Noregi halda erindi.