Jón Magnússon látinn

Jón Magnússon, skipstjóri og útgerðarmaður á Patreksfirði er látinn. Jón fæddist á Hlaðseyri við Patreksfjörð 1930. Jón Magnússon varð snemma sjómaður og útgerðarmaður og stofnaði ásamt fleirum útgerðarfélagið og fiskvinnsluna Odda hf og útgerðarfélagið Vestra ehf. Bæði félögin eru enn starfandi og hafa síðustu áratugi verið burðarás í atvinnulífi Patreksfirðinga.Jón lauk sínum sjómannsferli á vélbátnum Garðari BA, sem geymdur er í fjöru í Skápadal.

Eiginkona Jóns var Lilja Jónsdóttir. Hún lést 2016. Þau eignuðust sex börn, Magnús, Þormar, Arnheiði, Hafþór Gylfa, Lilju Valgerði og Bergþóru og ólu upp að auki Bergþóru Pálsdóttur og Sigurð Viggósson.

Útför Jóns verður laugardaginn 31. ágúst kl 14 frá Patreksfjarðarkirkju.

DEILA