Stjórn Krabbameinsfélagsins Sigurvonar ákvað á fundi sínum í mars sl. að stofna hlaupahóp sem mundi taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fer um næstu helgi og safna peningum í formi áheita. Til að vanda allan undirbúning sem best var Árni Heiðar Ívarsson fengin til að leiðbeina hópnum. Í byrjun júní hófust æfingar og hefur verið æft tvisvar í viku síða þá. Um 40 manns hafa tekið þátt í æfingum en 20 mann úrvalslið munu að öllu óbreyttu taka þátt í maraþoninu. Hægt er að styrkja hópinn í heild sinni eða einstaka hlaupara og munu allir peningarnir skila sér í styrktarsjóð félagsins.
https://www.hlaupastyrkur.is/hlaupahopar/lid?cid=71222