Gleiðarhjalli : vinna skal mótvægisaðgerðir sem lagðar voru til 2011

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að vinna skuli mótvægisaðgerðir vegna uppbyggingu snjóflóðavarnargarða undir Gleiðarhjalla í samræmi við gögn sem kynnt voru 2011 og framkvæma átti þegar vinnu við garðanna yrði lokið. Framkvæmdir við garðana hófst 2013 og lauk 2017.

Það var Teiknistofan Eik sem lagði fram tillögu að mótvægisaðgerðum í ágúst 2011.  Mótvægisaðgerðirnar skiptust í tvo meginþætti:
 aðgerðir til að lágmarka rask og neikvæð áhrif framkvæmdarinnar á ásýnd svæðisins
 aðgerðir til að bæta upp þau gæði sem hugsanlega tapast við framkvæmdina.

Markmið aðgerðanna var að:
 varnargarðar falli eins vel að landslagi og frekast er unnt
 yfirborðsfrágangur verði í samræmi við aðliggjandi svæði
 dregið verði úr sýnileika varnargarða
 skerða núverandi útivistarsvæði sem allra minnst
 tryggja aðgengi að útivistarsvæðum
 aðgengi verði fyrir alla á sem flestum stöðum
 skapa nýja möguleika til útivistar.

Framkvæmdasvæði mótvægisaðgerðanna liggur með allri hlíðinni undir Gleiðarhjalla sem er ofan við Efribæinn á Ísafirði, heildarlengd þess er um 1,7 km.

Gert er ráð fyrir gönguleið ofan byggðarinnar, á og við fyrirhugaða varnargarða. Lögð er áhersla á að gönguleiðin tengist við aðrar gönguleiðir s.s. inn í Tungu- og Seljalandsdal og gönguleiðir til Hnífsdals. Einnig er gert ráð fyrir tengingum leiðarinnar við gönguleiðir innan bæjar í Efribyggðinni. Ekki er gert ráð fyrir gönguleið uppi á garðinum ofan við raðhúsin við Urðarveg, vegna nálægðar við þau. Þar er gert ráð fyrir að nýta núverandi gönguleið um skógræktina. Ofan við blokkirnar á Urðarvegi er fyrirhugaður nokkuð hár varnargarður og uppi á honum mun gönguleiðin liggja. Á varnargarðinum ofan við blokkirnar á Urðarvegi er gert ráð fyrir útsýnisstað. Á fjórum stöðum meðfram varnargörðunum er gert ráð fyrir einföldum áningarstað með setbekk.

Gert er ráð fyrir þremur aðskildum vegslóðum fyrir vinnuvélar ofan við garðana, en aðkoma til viðhalds og hreinsunar er nauðsynleg. Lögð er áhersla á að þessir vegslóðar verði lokaðir fyrir almenna umferð, en þó gert ráð fyrir umferð hesta.

DEILA