Bíldudalur: nýtt slitlag á flugvöllinn fyrir 64 milljónir króna

Eins og sagt var frá á Bæjarins besta fyrr í mánuðinum fór fram vinna við að leggja nýtt slitlag á flugbraut, akbraut og flughlað á Bíldudalsflugvelli dagana 10. og 11. ágúst.

Slitlagið ,sem fyrir var, var orðið mjög þunnt og á köflum komið að hættumörkum segir í fréttatilkynningu frá ISAVIA. Alls voru lagðir um 40.000 fermetrar af klæðingu og var það Borgarverk sem sá um verkið. Klæðingarefnið var fengið af Kleifarheiði og bindiefnið frá Ísafirði í samstarfi við Vegagerðina. Framkvæmdin gekk áfallalaust fyrir sig, klæðingin var lögð á laugardegi, þjöppuð fram á kvöld og sópað á sunnudeginum, en miklu máli skiptir að ná þjöppun til að tryggja endingu.  Flugbrautamerkingar verða síðan málaðar í september.

Næsta vor er áætlað að yfirsprauta klæðinguna til að tryggja betri endingu og er heildar kostnaðaráætlun fyrir allt verkið 64 milljónir skv. flugmálaáætlun 2019.

Undirbúningur framkvæmdar var í höndum starfsmanna flugvallarsviðs Isavia ásamt verkeftirliti.

Á tímabilinu júní 2018 til júní 2019 voru 731 hreyfing á Bíldudal  sem 2voru 5 sjúkraflug annars vegar og hins vegar 323 lendingar áætlunar og leiguflugs.

DEILA