Í sumar er annað árið sem þau hjónin Ragnar Kristinsson og Sigríði Hallsdóttir gera út Ölver ÍS til hvalaskoðunar frá Ísafirði. Báturinn getur tekið allt að 33 farþega og oftast er siglt á svæðinu frá Bjarnarnúp og inn undir Ögur. Farnar eru tvær ferðir á dag flesta daga sumarsins þegar veður leyfir og í öllum ferðunum í sumar nema einni hafa ferðamenn fengið að sjá hval eða hvali. Flestir ferðamennirnir eru farþegar af skemmtiferðaskipum sem koma til Ísafjarðar.Að sögn Ragnars tekur hver ferð um 2-3 klst. og auk þess að skoða náttúru Ísafjarðardjúps, fugla og hvali hefur vakið athygli hve mikið líf hefur verið í Djúpinu í sumar og er til dæmis mun meir af lunda en sést hefur undanfarin ár. Þó nokkur aukning er á farþegafjölda frá fyrra ári. Auk hvalaskoðunar er hægt að leigja bátinn til siglinga um Djúpið fyrir starfsmannahópa, saumaklúbba og félagasamtök eða aðra sem vilja kynna sér fegurð Djúpsins og ganga í land á einhverjum fallegum stað.