Afi minn fór á honum Rauð

Mynd: eidfaxi.is

Nú fer endurskoðunarstefna sem eldur um sinu í vísnaheiminum. Eru gamlar og grónar vísur endurortar eða uppfærðar eins og það heitir í tölvuheimum.

Indriði á Skjaldfönn hefur tileinkað sér þessa stefnu og tók fyrir vísuna góðkunnu  um afa sem fór á honum Rauð og lagfærði hana í takt við breytta tíma:

 

„Afi minn fór á honum Rauð“
-er það góður jeppi
„að sækja bæði sykur og brauð“
suður að Neðra-Hreppi.

 

Jón Atli Játvarðsson, Reykhólum sá kveðskapinn og bætti um betur:

Afi minn fór á honum Rauð
er það góður jeppi
sækja bæði sykur og brauð
og súra blóðmörskeppi.

DEILA