Vestfjarðavíkingurinn 2019 í næstu viku

Frá keppninni í fyrra. Sigfús Fossdal á sigurbraut í þessari grein.

Aflraunakeppnin Vestfjarðavíkingurinn fer fram í næstu viku. Hefst hún á fimmtudaginn, þann 11. júlí og verður keppt í Strandasýslu, Hólmavík, Djúpuvík og Norðurfirði.

Föstudaginn 12. júlí færist keppnin til Súðavíkur og Þingeyrar og laugardaginn 13. júlí lýkur keppninn á Suðureyri og Þingeyri.

Þetta verður í 27. sinn sem keppnin fer fram.

Dagskrá:

Fimmtudagur 11.júlí
Kl:12:00 Hólmavík við Galdrasafnið (ýta bíl)
Kl:15:00 Djúpavik, Hótel Djúpavík (sirkus-handlóð)
Kl:18:00 Norðurfjörður, Hótel Urðartindur (kútakast)

Föstudagur 12.júlí
Kl:13:00 Súðavík, Raggagarður (steinapressur)
Kl:17:00 Þingeyri, sundlaugin (tunnuhleðsla)

Laugardagur 13.júlí
Kl:11:00 Suðureyri, Sjöstjarnan (BK réttstöðulyfta)
Kl:14:00 Þingeyri, víkingasvæði (bændaganga)
Kl:15:00 Þingeyri, víkingasvæði (steinatök upp á öxl)

DEILA