Klukkan fjögur í dag barst útkall vegna drengs sem hafði hlotið brunasár við Látra í Aðalvík á Hornströndum. Björgunarskip frá Ísafirði og Bolungavík fóru af stað með björgunarfólk og sjúkraflutningamenn. Fyrri báturinn á vettvang kom frá Bolungavík og var með sjúkraflutningamenn með í för og gátu þeir hlúð að drengnum. Stuttu síðar kom björgunarskipið Gísli Jóns frá Ísafirði, sem var þá að fara í sitt þriðja útkall á tæpum sólarhring. Var drengurinn fluttur ásamt aðstandanda með Gísla Jóns til Ísafjarðar og komu þau í höfn klukkan sjö í kvöld.