Þjóðskrá: Fjölgar í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum

Bíldudalur 2019.

Þjóðskrá Íslands hefur birt tölur um íbúafjölda í sveitarfélögum 1.7. 2019. Íbúum hefur fjölgað í öllum landshlutum frá 1. desember 2018 nema á Vestfjörðum.

Íbúum Reykjavíkur fjölgaði um 1.161,í Kópavogi um 473 og Mosfellsbæ um 377.

Á Vestfjörðum fækkaði mest í Strandasýslu eða um 14 manns. Þar af varð fækkunum í Strandabyggð 19 manns.

Á sunnanverðum Vestfjörðum var óbreyttur íbúafjöldi, þar sem fjölgunin í vesturbyggð varð jafnmikil og fækkunin á Tálknafirði.

Á norðanverðum Vestfjörðum varð fjölgun um 1. Þar fjölgaði í Súðavík og í Bolungavík en fækkaði í Ísafjarðarbæ.

Í töflunni er fyrtsi dálkur íbúðafjöldi 1.12. 2017, næsti dálkur 1.12. 2018 og þriðji dálkurinn sýnir íbúafjölda 1.7. 2019.

DEILA