Hólmadrangur ehf hefur lokið greiðslurstöðvunarmeðferð og nauðasamningar hafa verið samþykktir af kröfuhöfum og staðfestir af embætti Sýslumannsins á Vestfjörum.
Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, framkvæmdastjóri Hólmadrangs staðfesti í samtali við Bæjarins besta að nýr eignaraðili væri að koma in í fyrirtækið. Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík og FISK Seafood hf á Sauðárkróki hafa verið eigendur með jafnan eignarhlut en nú mun þriðji aðilinn koma inn og eiga stóran hlut. Sigurbjörn vildi ekki gefa upp hver hinn nýi eigandi er né hve stóran hlut hann mun eignast, sagði að það yrði gefin út tilkynning öðru hvoru megin við helgina þar sem þessi mál yrðu skýrð.
Sigurbirni leist vel á breytingarnar og sagðist vera bjartsýnn á framtíð Hólmadrangs ehf. Að hans sögn verða ekki breytingar á yfirstjórn fyrirtækisins.
talinn vera Samherji
Hinn nýi eignaraðili er Samherji samkvæmt heimildum, sem Bæjarins besta telur áreiðanlegar, en rétt er að taka fram að það hefur ekki verið staðfest af hálfu Hólmadrangs ehf.