Náttúrurverndarsamtök Vestfjarða voru endurvakin 25. apríl síðastliðinn eftir nærri áratugsdvala. Kosin var stjórn fyrir samtökin og henni falið að halda aðalfund hið fyrsta.
Stjórnin hefur skipt með sér verkum. Er Hildur Dögg Arnardóttir, formaður, Guðrún Anna Finnbogadóttir, varaformaður, Kristinn H. Gunnarsson, gjaldkeri. Ragúel Hagalísson er ritari og meðstjórnendur eru Ásta Þórisdóttir, Eva Dögg Jóhannesdóttir og Jón Ottó Gunnarsson.
Stjórnin ákvað að boða til aðalfundar í september og mun yfirfara lög félagsins og undirbúa lagabreytingartillögur fyrir aðalfundinn.
Félagið er opið öllum er starfa vilja að umhverfis- og náttúrurvernd á félagssvæðinu, sem er Vestfirðir.