Tónleikarnir í gærkvöldi á tónlistarhátíðinni Miðnætursól fengu áheyrendur til þess að rísa ítrekað úr sætum af hrifingu. Þeir mjög vel sóttir og nær hvert sæti var skipað í Félagsheimilinu í Bolungavík.
Í fyrri hluta tónleikanna lék Oliver Rähni, 16 ára Bolvíkingur, einleiksverk á píanó af mikilli list. Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Bolungavík var á tónleikunum og hældi hann Oliver á hvert reipi, sérstaklega túlkun hans á Sigvalda Kaldalóns.
Oliver er sonur Selvadore og Tuuli Rähni sem búa í Bolungavík og eru bæði miklir tónlistarmenn. Oliver byrjaði í píanónámi hjá Tuuli móður sinni árið 2012 og hefur komið fram á tónleikum á Spáni, ísalndi auk hér innanlands. Hann hefur þrisvar hlotið sérstaka viðurkenningu Nótunnar fyrir framúrskarandi p+ianóleik og er einn efnilegasti píanóleikari á íslandi í dag.
Eftir hlé lék strengjasveit úkraínsku kammersveitarinnar árstíðirnar fjórar eftir Vivaldi og það blandaðist engum hugur um snilli Kænugarðssveitarinnar enda eru þeir margverðlaunaðir fyrir hæfni sína. Var þeim feykivel fagnað þegar flutningi lauk.
Heimsókn Kyiv Soloist er einn merkasti viðburður ársins í tónlistarlíf landsmanna, ekki bara Vestfirðinga. Þar fara listamenn á heimsklassa.