Ísafjarðarbær tapaði nærri 3 milljónum króna á rekstri Stúdío Dan ehf á síðasta ári. Í lok árs 2017 keypti bærinn allt hlutafé í líkamsræktarstöðinni. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri segir að það hafi verið af illri nauðsyn til þess að tryggja að líkamsræktarstöð yrði starfrækt á Ísafirði.
Það sem er í eigu Stúdíó Dan ehf eru tæki og tól en ekki húsnæði. Það á fyrirtækið Styx ehf. Leigusamningur er því milli þeirra og var fjárhæð húsaleigunnar á síðasta ári 4,7 mkr. Aðstaðan og húsnæðið er svo framleigt til Þrúðheima ehf. Bókfærðar leigutekjur Stúdío Dan ehf 2018 eru 2,7 mkr. Keypt voru líkamsræktartæki að fjárhæð kr. 1.159.495.
Tap af rekstri Stúdíó Dan ehf fyrir árið 2018 eru samkvæmt framlögðum ársreikningi 2.841.805 kr. Rekstrartekjur voru 3,8 mkr og rekstrargjöld 7,5 mkr. Tapið varð þvi 3,7 mkr en skuldir 1,0 mkr voru felldar niður og lækkaði það tapið sem því nemur.
CrossFit Ísafjörður – styrkbeiðni til tækjakaupa
Fyrirtækið Crossfit Ísafjörður óskaði skriflega eftir styrk til tækjakaupa og óskaði eftir upplýsingum um það á hvaða grundvelli bæjaryfirvöld telja það standast 11. gr. stjórnsýslulaga að styrkja annan aðila í sambærilegum rekstri en hafna alfarið, án skýringa, að koma að því að styrkja Ísófit ehf.
Í svörum bæjarins segir að Ísafjarðarbær hafi ekki styrkt neina aðila til þess að reka líkamsræktaraðstöðu á Ísafirði.
„Ísafjarðarbær greiðir húsaleigu fyrir Hafnarstræti 20, og rukkar Studio Dan ehf. um þá fjárhæð. Fjárhæð húsaleigu sem Ísafjarðarbær greiddi vegna ársins 2018 var kr. 4.540.465,- og rukkar Ísafjarðarbær Studio Dan ehf. um þá fjárhæð. Þrúðheimar ehf. greiða Studio Dan ehf. rekstrarleigu mánaðarlega. Engar greiðslur fara frá Ísafjarðarbæ eða Studio Dan ehf. til Þrúðheima. Heildar leigutekjur Studio Dan ehf. eru kr. 2.691.694.“
„