Hringvegur 2 í undirbúningi

Hringvegur 2 sem sagt er frá í fréttinni.

Í dag skrifaði Vestfjarðastofa og Vesturlandsstofa undir samstarfssamning sem snýr að þróun ferðamannaleiðarinnar Hringvegs 2. Um er að ræða ferðamannaleið sem er um 850 km löng og liggur um sjö sveitarfélög á Vestfjörðum og Dalabyggð á Vesturlandi.

Í fréttatilkynningu segir að lagt sé upp með að ferðaleiðin Hringvegur 2 verði aðdráttarafl fyrir svæðið allt árið, en það verður raunhæfur möguleiki þegar Dýrafjarðargöng opna og í framhaldi af því heilsársvegur um Dynjandiheiði.

„Margir áhugaverðir staðir, söguslóðir og starfsemi eru á þessari leið og hér er um að ræða svæði sem við teljum að eigi mikið inni þegar að kemur að ferðaþjónustu.
Einnig hefur verið gengið frá samningi við breska ráðgjafafyrirtækið Blue Sail sem sérhæfir sig í þróun slíkra ferðamannaleiða og hefur meðal annars komið að verkefnunum, Arctic Coast Way á Norðurlandi, Celtic Routes og Wild Atlantic Way.“

Gert er ráð fyrir að leiðin verði formlega opnuð á sama tíma og Dýrafjarðargöng sem áætlað er að verði í september 2020.

DEILA