Dýrafjarðargöng – Framvinda í vikum 27 og 28

Nýja brúin yfir Hófsá.

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í vikum 27 og 28 við vinnu Dýrafjarðarganga.

Í göngunum var haldið áfram með lagningu frárennslis- dren- og ídráttarlagna ásamt brunnum í hægri vegöxl og niðursetningu á drenlögn í vinstri vegöxl. Að auki hefur verið unnið við að koma fyrir tengibrunnum  fyrir rafmagn.

Vinnu við innsetningu bergbolta í veggjum frá gegnumbroti að munna í Dýrafirði kláraðist og er vinnu við innsetngingu bergbolta til styrkinga lokið í göngunum. Haldið var áfram með sprautusteypun og eru um 600 m eftir.

Haldið var áfram vinnu við að setja boltafestingar fyrir vatnsvörn í veggi og þekju. Vinna við uppsetningu vatnsvarna mun byrja í vikunni.

Klárað var að slá upp fyrir veggjum í einu tæknirýminu og er stefnt á að steypa í dag.

Færur 6 til 8 í yfirbyggingu vegskálans í Dýrafirði voru steyptar. Í Arnarfirði var byrjað á jarðvinnu fyrir vegskálanum.

Haldið var áfram með vegagerð í Dýrafirði og var aðallega unnið við frágang á fláum og gerð tengivegar að Kjaransstöðum. Haldið var áfram með mölun á efni úr Nautahjalla en efnið verður notað í efri lög vegarins.

Unnið var við mótauppslátt fyrir brúargólfið á brúnni yfir Mjólká og fyllt fyrir undirstöður í Hófsá.

Gangamunninn Arnarfjarðarmegin.
DEILA