Arnarlax á Bíldudal hefur fest kaup á sjö hjartastuðtækjum sem eiga að fara um borð í alla þjónustubáta fyrirtækisins, vinnsluhús við höfuðstöðvar og seiðaeldi þess á Gileyri í Tálknafirði.
Tækin, sem keypt voru hjá HealthCo í Kópavogi, eru LifePak CrPlus og ganga rafskaut þeirra í öll hjartastuðtæki á sjúkrabílum RKÍ. Tækin eru mjög notendavæn þar sem þau eru alsjálfvirk, tala til notandans og gefa fyrirmæli um aðgerðir.
Hér má sjá Silju Baldvinsdóttur, gæðastjóra og Jón Ragnar Gunnarsson tæknistjóra vinnslunnar með tækin. Jón Ragnar er einnig starfandi sjúkraflutningamaður og mun það koma í hans hlut að halda þjálfun á tækin fyrir starfsfólk.