Vestfirðir: streita fullorðinna minnst

Embætti landlæknis hefur birt lýðheilsuvísa sundurliðaða eftir heilbrigðisumdæmum á Íslandi. Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitarfélögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í sínu umdæmi, finna styrkleika og veikleika og skilja þarfir íbúanna þannig að þau geti unnið saman að því að bæta heilsu og líðan.

Val á lýðheilsuvísum

Mikil vinna liggur að baki vali og útfærslu á svæðisbundnum lýðheilsuvísum embættisins. Við valið var sjónum fyrst og fremst beint að þeim áhrifaþáttum heilsu og líðanar sem fela í sér tækifæri til heilsueflingar og forvarna. Þá var einnig leitast við að draga fram þætti í sjúkdómabyrði sem mikilvægt er að heilbrigðisþjónusta hvers umdæmis geri sér grein fyrir og bregðist við eftir föngum. Sérstaklega var horft til alþjóðlegra staðlaðra mælikvarða sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að hafi til að bera áreiðanleika og réttmæti.

Gögn

Við útreikninga á lýðheilsuvísum eru nýtt margskonar gögn. Um er að ræða gögn úr heilbrigðisskrám landlæknis s.s. dánarmeinaskrá, krabbameinsskrá og lyfjagagnagrunni en einnig gögn úr reglubundnum könnunum á borð við Heilsu og líðan Íslendingaframkvæmd af Embætti landlæknis, vöktun á áhrifaþáttum heilbrigðis sem einnig er á ábyrgð embættisins, Ungt fólk, framkvæmd af Rannsóknum og greiningu og Heilsa og lífskjör skólanema , framkvæmd af Háskólanum á Akureyri. Þá eru gögn frá Hagstofu ÍslandsSjúkratryggingum ÍslandsTryggingastofnun og Menntamálastofnun  ennfremur nýtt við útreikninga á lýðheilsuvísum.

Vestfirðir

Nefnd eru  dæmi um lýðheilsuvísa þar sem tölur fyrir Vestfirði
eru frábrugðnar tölum fyrir landið í heild.

Streita fullorðinna minnst
Ölvunardrykkja framhaldsskólanema minnst
Hlutfallslega fæstir framhaldsskólanemar sofa of stutt
Fleiri fullorðnir sofa of stutt
Færri börn nota virkan ferðamáta í skóla
Fæstar sérfræðingsheimsóknir á íbúa

Ýmiss önnur atriði eru frábrugðin á Vestfjörðum sé miðað við landið í heild. Háskólamenntaðirá Vestfjörðum  eru aðeins 22,2% en 41,2% á landsvísu; lesskilningur í 9. bekk á Vestfjörðum er 69,9% en 81% á landsvísu; færri á Vestfjörðum eiga erfitt með að náendum saman eða 12,7% á móti 16,7%;streita fullorðinna er 17,2% á Vetsfjörðum á móti 26,2%; fleiri Vestfirðingar bíða eftir hjúkrunarrými eða 16,1 af hverjum 1000 á móti 8,3 á landinu í heild; liðskiptaaðgerðir á mjöðm og hné eru fleiri á Vestfirðingum em á landinu 208 á móti 194 pr 100.000 íbúa í mjaðmaskipti og 208 á móti 168 í hnjáskiptum; klamidía er um 10% algengari á landsvísu en á Vestfjörðum, en kransæðaaðgerðir og langvarandi lungateppur eru um 10% algengari á Vestfjörðum en á landinu í heild.

DEILA