Bolungavíkurkaupstaður hefur ákveðið að byggja upp tjaldsvæði í Skálavík nú í sumar og hefur auglýst eftir tilboðum í verkið.
Verkið felst í að útbúa bílastæði við tjaldsvæðið í Skálavík, færa rotþró á nýjan stað, leggja lagnir að rotþró ásamt siturlagnabeði, flytja salernishús frá Bolungarvík yfir í Skálavík, byggja undirstöður undir húsið og setja það á undirstöðurnar ásamt því að byggja sólpall kringum salernishúsið.