Tónlistarhátíðin Þorskurinn í Einarshúsi

Tónlistarhátíðin Þorskurinn var haldin í Einarshúsi í Bolungavík á föstudagskvöldið. Þetta var í tíunda sinn sem hátíðin var haldin.  Fram komu ýmsir tónlistarmenn. bæði góðir og efnilegir.  Jón Hallfreð Engilbertsson lék nokkur lög. Árný Margrét Sævarsdóttir frá Ísafirði bæði söng og lék af mikilli list skemmtileg lög. Bræðurnir Vagn Margeir  og Hermann Andri Smelt ásamt Jóni Arnari Björnssyni sýndu fína takta við flutning á vinsælum dægurlögum.  Aðalnúmer hátíðarinnar voru svo félagarnir Hjörtur Traustason og Bjarki sem skemmtu svo gestum fram eftir kvöldi.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA