Á Súðavíkurhlíð eru framkvæmdir í fullum gangi við að sprengja og grafa út snjóflóðaskáp og undirbúningur fyrir uppsetningu á stálþilum. Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar segir að áætlaður heildarkostnaður við verkið í ár sé 65 m.kr en búið er að losa ríflega helming af bergi í núverandi skeringu. Áætlað er að bæta við u.þ.b. 20 metrum af viðbótar stálþili í þessari lotu.