Sjávarútvegsmótaröðin í golfi hefst á laugardaginn, 22. júní, með Arnarlaxmótinu á Litlueyrarvelli við Bíldudal. Daginn eftir á sunnudaginn verður Oddamótið haldið á Vesturbotnavelli við Patreksfjörð. Á báðum mótunum verður keppt í höggleik og punktakeppni.
Það eru sjávarútvegsfyrirtæki á Vestfjörðum (Sjávarútvegsklasi Vestfjarða) sem standa á bak við mótaröðina og verður síðar keppt á Syðridalsvelli í Bolungarvík og Tungudalsvelli í Tungudal.
Jakob Valgeir mótið verður haldið í Á Syðrdalsvelli í Bolungarvík laugardaginn 27. júlí. Íslandssögumótið verður haldið á Tungudalsvelli 13. júlí, og Klofningsmótið verður haldið á sama stað daginn eftir, 14. júlí. Það er svo H.G. mótið sem rekur lestina á Tungudalsvelli og verður haldið dagana 24. og 25. ágúst.
Í mótaröðinni er keppt í höggleik og punktakeppni, og boðið upp á veitingar, ýmist á mótinu eða að því loknu. Vegleg verðlaun eru í boði og teiggjafir fyrir þá sem mæta á réttum tíma á teig.