Norðurlandamótið í körfu: þrír sigrar í dag gegn Norðmönnum

Íslensku landsliðin fjögur í U16 stúlkna og drengja og U18 stúlkna og drengja spiluðu öll í dag gegn Norðmönnum.   Þrír leikir unnust og einn tapaðist.

Stúlknaliðið U16 tapaði í mjög jöfnum leik 54:50. Helena Haraldsdóttir, Vestra gerði 2 stig í leiknum og tók eitt frákast.

Drengjaliðið í U16 vann öruggan sigur 78:53. Vestramaðurinn Friðrik Heiðar Vignisson gerði 4 stig og tók 6 fráköst.

U18 lið drengja vann Norðmennina 83:76 þar sem sigurinn réðist í lokafjórðungnum. Bræðurnir Hugi og Hilmir Hallgrímssynir léku báðir. Hugi gerði 4 stig, tók 3 fráköst og átti 2 stoðsendingar. Hilmir skorðai 3 stig og tók eitt frákast.

Loks vann U18 lið stúlkna norsku stúlkurnar 68:59.

 

 

DEILA