Meistaramót G.Í. í golfi verður haldið frá 26. til 29. júní.

Meistaramót Golfklúbbs Ísafjarðar hefst í dag og lýkur á laugardaginn. Keppt verður í fjórum flokkum:

1. flokkur karla < 12 í forgjöf

2. flokkur karla > en 12 í forgjöf

3. öldungaflokkur karla 55+

4. kvennaflokkur

Fyrsti og annar flokkur spila fjórum sinnum 18 holur en þriðji og fjórðu flokkur spila 36 holur, sem hægt er að spila á tveimur til fjórum dögum. Hægt er að spila milli kl. 08:00 og 24:00 frá miðvikudegi til laugardags. Lágmarksfjöldi í ráshóp eru tveir. Veðurspáin er góð, suðvestan hlýviðri en gæti slett úr sér seinnipart þessa daga.

Skipað verður í riðla til úrslita á laugardag miðað við gengi fram að þeim tíma.

Meistaramótið er hápunktur golfvertíðarinnar og er eina mótið fyrir utan H.G. mótið sem nær yfir meira en einn dag.

DEILA