Fasteignamat hækkar um 10% í Ísafjarðarbæ

Þjóðskrá íslands hefur birt nýtt fasteignamat. Heildarmat fasteigna á Íslandi hækkar um 6,1% frá yfirstandandi ári. Þetta er mun minni hækkun en varð milli áranna 2017 og 2018 þegar heildarmat fasteigna í landinu hækkaði um 12,8%.

6,7% hækkun allra eigna

Fasteignamat íbúða hækkar um 5,0% á höfuðborgarsvæðinu en um 9,1% á landsbyggðinni. Hækkun heildarmatsins milli ára á Vestfjörðum varð 6,7%, sem er það sama og varð á Norðurlandi vestra og Austurlandi. Mest hækkun varð á Vesturlandi 10,2%.

10% hækkun í Ísafjarðarbæ

Mikil hækkun varð á fasteignamatinu í Ísafjarðarbæ. Mat allra eigna hækkaði um 9,6%. Í Tálknafirði hækkuðu eignir um 7,5% , en annars staðar á Vestfjörðum varð hækkunin frá 1,9% til 4,4%.

Lítil hækkun á íbúðarhúsnæði utan Ísafjarðabæjar

Atvinnuhúsnæði hækkaði töluvert í matinu um alla Vestfirði. mest um 10,2% í Reykhólahreppi og minnst um 6,7% í Strandabyggð. Öðru máli gegnir um íbúðarhúsnæði.

Í Ísafjarðarbæ hækkaði fasteignamat íbúðarhúsnæðis um 10,5% og í Tálknafirði varð einnig góð hækkun eða um 8,3%, en annars staðar var hækkunin lítil og sums staðar lækkaði matið á íbúðarhúsnæðinu. Í Súðavík varð lækkun um 1% og einnig lækkun um 0,5% í Bolungavík.

Í Vesturbyggð hækkaði íbúðamatið um 3,2% en Í Reykhólahreppi og í Strandasýslu varð hækkunin um 1%.

Taflan að neðan sýnir mat allra eigna 2019 og 2020 innan hvers sveitarfélags í fyrsta og þriðja dálki og hækkunina í aftasta dálki.

 

 

DEILA