Edinborg í dag : Kórerumenn kynna menningu lands síns

Í Edinborgarhúsinu á Ísafirði er staddur hópur fólks frá Suður Kóreu  Bobusang sem er að kynna kóreska menningu.Hópurinn er á ferð um Ísland til að kynna menningu síns lands.

Í gær 17. júní voru haldin námskeið fyrir fjölskyldur og aðra áhugasama þar sem þátttakendum bauðst að læra eitt og annað um kóreska menningu, ævíntýraritun og rafbókagerð.

Í dag 18. júní milli 14 og 19 verður afrakstur námskeiðanna sýndur, viðburðurinn verður í Edinborgarsal og allir velkomnir. Meðal annars verður sýnd stutt kvikmynd, fólki gefst kostur á að fá nafnið sitt skrifað á kóresku, spila hefðbundna kóreska leiki og hlusta á kóreskar sögur.

 

DEILA