Dýrafjarðardagar: stórtónleikar við Bjarnaborg á Þingeyri

Dúó Stemma kemur fram á Dýrafjarðardögum um næstu helgi.

Framundan um næstu helgi eru Dýrafjarðardagar 5. – 7. júlí.

Á föstudaginn verða stórtónleikar frá kl 18 til 01, þar sem fram koma einar átta hljómsveitir og listamenn. Aðgangur að tónleikunum verður ókeypis.

DÝRAFJARÐARDAGAR

 

Þá verður á sunnudaginn 7. júlí tónleikaatriði fyrir fjölskylduna.

Dúó Stemma kemur fram og leikur listir sínar. Það eru Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari sem mynda Dúó Stemmu.
Dúóið fagnar sumrinu með íslenskum þjóðvísum, þulum, ljóðum og hljóðum tengd sumrinu. Einnig munu þau flytja skemmtilega hljóðsögu með hljóðfærunum sínum.
Þau leika á ýmis hljóðfæri hefðbundin s.s víólu og marimbu og einnig óhefðbundin svo sem hrossakjálka íslenska steina og barnaleikföng.

DEILA