Aðalfundur Worldloppet 13-16 júní.

Fossavatnsgangan hélt nú um helgina aðalfund Worldloppet samtakanna (samtök 20 stærstu skíðagangna í hverju landi, Ísland, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Eistland, Rússaland, Tékkland, Austurríki, Ítalía, Frakkland, Ástralía, Nýja Sjáland, Argentína, Þýzkaland, Japan , Kína , USA, Kanada, Pólland, og Sviss.

Fossavatnsgangan hefur verið meðlimur þessara samtaka síðan 2014 og það hefur hjálpað við að markaðsetja gönguna á alþjóðavísu segir Kristbjörn R. Sigurjónsson.

„Stíf fundarhöld fóru fram frá fimmtudegi ti sunnudags í þessari líku blíðu sem var hér á Ísafirði um síðustu helgi. Við fórum m.a.með gesti okkar uppá Bolafjall og út í Vigur, og snæddum dýrindis kvöldverð á báðum stöðum.

Fundarmenn lýstu sig ánægða með komuna til Ísafjarðar en þetta voru um 45 manns sem heiðruðu okkur með komu sinni.“

DEILA