
Á laugardaginn, þann 4. maí, er dagur harmónikkunnar og verður af því tilefni efnt til harmónikkudansleiks í Félagsheimilinu á Þingeyri. Það er Harmónikkufélag Vestfjarða sem stendur fyrir viðburðinum og vel við hæfi að halda daginn á Þingeyri þar sem harmónikkusveitin í Dýrafirði er bæði fjölmenn og vel mönnuð.
Dagskrá hefst kl 15 og stendur yfir til kl 17.
Kvenfélagið Von sér um veitingarnar.
Kaffi og vöfflur á vægu verði.
Ókeypis aðgangur.
Allir velkomnir.
Harmónikkufélag Vestfjarða.