Ársreikningur 2018 fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur verið lagður fram. Tekjur urðu 361 milljón króna. Er það nokkuð lægra en ætlað var en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 409 milljónum króna tekjum á árinu. Útgjöld urðu lægri en tekjur að rekstrarafgangur varð um 5 milljónir króna.
Eigið fé Fjórðungssambandsins eru 46 milljónir króna og handbært fé um síðustu áramót voru 140 milljónir króna. Skýrist það af því að Fjórðungssambandið hafði fengið greidd framlög til ýmissa mál en hafði ekki ráðstafað því öllu fyrir áramótin.
Tekjurnar skiptast á einstaka málaflokka þannig:
almennur rekstur 49 milljónir króna, sóknaráætlun 160 mkr, atvinnuþróun 49 mkr, byggðaþróun 26 mkr, menningarmál 12 mkr, markaðsmál 32 mkr og almenningssamg0ngur 39 milljónir króna.
Áætlun þessa árs gerir ráð fyrir að tekjur verði 364 milljónir króna og resktrarkostnaður verði 360 milljónir króna.
Á Fjórðungsþingi Vestfirðinga, sem haldið var 10. maí á Þingeyri var ársreikningurinn samþykktur.
Nokkur umræða varð um laun og þóknun til stjórnar og nefndar. Daníel Jakobsson, Ísafirði lagði fram tillögu um að stjórnarlaun verði þau sömu og bæjarstjórnamanna hjá Ísafjarðarbæ þ.e. föst greiðsla um 33 þús kr. og formaður um 60 þús kr. á mánuði. Daníel dró tillögu sína til baka og var samþykkt að laun og þóknun yrðu óbreytt.
Greiðslurnar eru:
Stjórnarformaður: 9% af gildandi þingfararkaupi í mánaðarlaun (99.107) og 2% (22.024) af þingfararkaup fyrir aðra fundi en stjórnarfundi.
Aðrir stjórnarmenn: 4,5% (49.554) fyrir stjórnarfundi
Formenn nefnda/ráða: 4,5% (49.554) fyrir fund
Fulltrúar nefnda/ráða: 3% (33.036) fyrir fund
Þingfararkaup er nú kr. 1.101.194