Róðrum á A svæði strandveiðanna hefur fjölgað úr 1.137 í 1.410 eða um 24% fyrstu 13 daga strandveiðanna. Bátum sem hafa landað afla hefur fjölgað um 10%. þeir eru nú 192 en voru 174. Meðalafli á bát er orðinn 5.004 kg en var 4.614 kg á sama tíma í fyrra. Afli á róður hefur heldur minnkað og er 682 kg en var 706 kg í fyrra. Heildaraflinn á A svæði er orðinn 962 tonn og hefur aukist um 20%.
Svipuð þróun hefur verið á öðrum svæðum landsins og er heildaraflinn orðinn 1.960 tonn. Hefur aflinn aukist um 528 tonn eða 37%. Mest hefur aflaaukningin verið á D svæði við suðausturlandið.
Þetta kemur fram í samantekt á vef Landssambands smábátaeigenda.