Í gær varð vart við sauðfé við bæinn í Bolungavík á Ströndum, sem er í gamla Grunnavíkurhreppi. Það voru þeir Snæbjörn Jónsson og Eiríkur Kristjánsson sem urðu fjárins varir þegar þeir flugu yfir svæðið í gær. Flugmaðurinn telur að um sé að ræða fullvaxta kind og lamb. Sauðfjárlaust er á þessu svæði og langt í næsta bæ með skepnuhöld. Það eru annars vegar í Norðurfirði í Árneshreppi og hins vegar í Skjaldfannardal.
Ekkert er á þessar stundu vitað hvaðan féð er. Bændur sem Bæjarins besta hefur rætt við telja féð geta haf alifað af veturinn þar sem óvenjusnjólétt hefur verið og líklega ekki tekið fyrir beit við sjóinn.