Opið hús hjá Frímúrurum

Húsnæði Frímúrarastúkunnar á Ísafirði.

Í tilefni af 100 ára afmæli frímúrarastarfs á Íslandi verður frímúrarastúkan Njála á Ísafirði

með opið hús og býður almenningi að heimsækja stúkuhúsið að Kristjánsgötu                    ( Hafnarhúsið ) laugardaginn 11. maí n.k. kl 13 til 16 og verða salarkynni í stúkuhúsinu til sýnis.

Húsið opnar kl 13 og opnunarhátíð kl 13.30, allir geta lagt leið sina í stúkuhúsið og hitt meðlimi frímúrarareglunnar og fengið fræðslu um tilgang og starfsemi hennar á Vestfjörðum sem og landinu öllu.

Boðið verður upp á léttar veitingar, tónlistaratriði og myndasýningar auk þess verður minjasafn stúkunnar til sýnis sem og veggspjöld sem lýsa markmiðum og tilgangi frímúrarastarfs og helstu atriðum í sögu frímúrarareglunnar undanfarin 100 ár. Allir eru velkomnir.

DEILA