Bolungarvík 1.maí 2019 ræða formanns VLSFB

Frá baráttufundinum og hátíðarhöldunum í Bolungavík í dag. Mynd :Sigríður Runólfsdóttir.

Góðan daginn kæru félagsmenn og til hamingju með daginn.

Hrund Kalsdóttir heiti ég og er formaður verkalýðs og sjómannafélags Bolungarvíkur. Ég er dóttir Guðmundu Sævars og Baddýar og Kalla Gunn. Ég á eina dóttir sem heitir Karólína Mist og er hún 16 ára. Ég er borin og barnfæddur Bolvíkingur.

Ég er fyrsta konan í sögu félagsins sem gegni embætti formanns.

Ég tók við af Lárusi Benedikssyni sem hafði verið formaður í nokkur ár þar á undan.  Í dag er varaformaðurinn líka kona. Það verður að segjast eins og er, að þessu félagi hefur hingað til verið stjórnað af  körlum alveg frá stofun þess og þangað til í fyrra þegar við tókum við. Konur eru farnar að láta mikið fyrir sér fara í verkalýðspólitík nútímans og var löngu kominn tími á það.

 

Verkalýðs og sjómannfélag Bolungarvíkur er frekar lítið félag á landsvísu en saga þess er mjög  öflug.

Fjárhagur félagsins og eignarstaðan er mjög góð. Við eigum tvær Íbúðir í Reykjavík sem eru mikið notaðar af félagsmönnum okkar. Eins eigum við eignarhlut í tveimur sumarbústöðum.

Starf mitt sem verkalýðsforingi er bæði flókið og fjölbreytt en samt skemmtilegt.

Dagurinn byrjar yfirleitt kl 9:00 en þá opna ég skrifstofuna og fer þá yfir verkefni dagsins sem eru mis mikil og stór.

Nýliðin samningarlota var mjög lærdómsrík en  eins og allir vita þá var kosningarþáttaka mjög lítil og er það ákveðið áhyggjuefni. Fjárhagslega skiptist félagið í þrjá sjóði, þeir eru sjúkrasjóður, orlofssjóður og félagssjóður.   Það kemur fyrir að félagsmenn þurfi að nota sjúkrasjóð félagisns. Það sem er mest sótt um eru sjúkradagpeningar. Úr sjóðnum geta félagsmenn fengið allt að 120 virka daga á 80% meðallaunum síðustu 6 mánaða.

Verkalýðshreyfingin um allt land talar um að notkun þessa réttar hafi aukist verulega og er það mikið áhyggjuefni.

Hver skyldi vera  ástæða þess að félagsmenn eru að detta svona mikið af vinnumarkaðnum eins og raun ber vitni ?

Getur verið að álagið á fólk sé að aukast svona mikið?  Margir telja svo vera. Vissuð þið að í dag eru 27% félagsmanna í félögum starfsgreina- sambandsins, sem hafa þurft að neita sér um aðstoð læknis fyrir sig eða sína á síðastliðnum 12 mánuðum?

Það var talað um að hér á árum áður hafi ein fyrirvinna dugað til að framfleyta meðalfjölskyldu. En í dag þurfa að vera tvær fyrirvinnur og helst mikil yfirvinna með.

 

Frá því að ég tók við hefur verið mikið um ferðalög vegna yfirvofandi samninga en ég er í aðalsamninganefnd Starfsgreinasambands íslands.

Í næstu viku hefst síðan næsta törn þar sem að búið er að boða til fundar fyrir beitningamenn og einnig fund vegna þeirra sem vinna hjá ríkinu og sveitarfélögum. En vegna samsetningar félagsmanna starfa ég mest við fiskvinnslusamninga og beitningasamninga.

 

Það er eins hjá mér og verkafólkinu að ég verð að vinna tvær vinnur til að framfleyta mér og minni dóttur. Eftir að skrifstofan lokar þá tekur sundþjálfun við.

Það kemur við mig sem kona að launamunur kynjana sé enn mikill árið 2019 en út af baráttu ykkar og þeirra kvenna sem á undan okkur fóru þá hefur ástandið í þeim efnum lagast mikið. Það er þó enn langt í land og þess vegna tók ég við þessu embætti. Til að berjast fyrir réttlæti fyrir komandi kynslóðir.

Takk kærlega fyrir mig.

Hrund Karlsdóttir

 

DEILA