Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungavíkur undurrituðu nýja kjarasamning fyrir helgina ásamt öðrum verkalýðsfélögum innan Starfgreinasambands Íslands og Landssambands íslenskra verslunarmanna. Eru liðlega helmingur allra launþega í landinu aðilar að þessum kjarasamningunum.
Verkalýðsfélag Vestfirðinga segir á heimasíðu sinni að kjarasamningarnir taki til allra almennra verkamannastarfa, hótel, veitinga- og ferðaþjonustustarfa, afgreiðslufólk í verslunum og skrifstofufólks.
Samningurinn gildir frá 1. apríl 2019 – 30. nóvember 2022 og gilda launahækkanir frá gildistöku samningsins.
Lægstu kauptaxtar hækka mest á samningstímanum eða um 90.000 kr. á mánuði í fjórum hækkunum.
1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði
1. apríl 2020 24.000 kr.
1. janúar 2021 23.000 kr.
1. janúar 2022 26.000 kr.
Almenn hækkun til þeirra sem eru ekki á taxtalaunum
1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði
1. apríl 2020 18.000 kr.
1. janúar 2021 15.750 kr.
1. janúar 2022 17.250 kr.
Lágmarkstekjutrygging fyrir fullt starf:
• 1. apríl 2019 317.000 kr. á mánuði
• 1. apríl 2020 335.000 kr.
• 1. janúar 2021 351.000 kr.
• 1. janúar 2022 368.000 kr
Desemberuppót (var 89.000 kr. 2018)
2019 92.000 kr.
2020 94.000 kr.
2021 96.000 kr.
2022 98.000 kr.
Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (var 48.000 kr. 2018)
• 1. maí 2019 50.000 kr.
• 1. maí 2020 51.000 kr.
• 1. maí 2021 52.000 kr.
• 1. maí 2022 53.000 kr.
Eingreiðslan komi sem sérstakt álag á orlofsuppbót árið 2019 uppá 26.000 kr. sem greiðist eigi síðar en 2. maí 2019.
- 2,5% hækkun á aðra liði kjarasamninganna eins og bónusa.