Myndlistarmaðurinn Tolli, Þorlákur Kristinsson Morthens, sýnir sextán olíumálverk í flugstöðvarbyggingunni á Ísafirði. Öll nema eitt eru frá þessu ári og sýna mikil afköst Tolla.
Sum verkanna eru héðan að vestan svo sem yfir Djúpið og Hornbjarg, sem er stærsta verkið nærri 2×2 metrar. Sýningin verður opin fram í júní. Það er ISAVIA sem stendur fyrir sýningunni og er þetta þriðja flustöðin sem tekuð verk til sýnis. Áður hafa verið sýningar á Akureyri og Egilsstöðum.