Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingarfulltrúi Landsnets segir að kostnaðurinn við tengipunkt í Djúpinu kosti um 5 milljarða króna, en kostaðurinn falli ekki á almenna notendur raforkunnar. Gert sé ráð fyrir að flutningsgjöld fyrir nýju orkuna greiði kostnaðinn upp á löngum tíma.
Svar Steinunnar Þorsteinsdóttir:
„Í dag er áætlaður kostnaður, öll framkvæmdin, rúmlega fimm milljarðar sem greiðist upp með flutningsgjöldum nýrrar notkunar á 40 árum og tengigjaldi i upphafi framkvæmdarinnar. Framkvæmdin mun því standa undir sér. Ein af okkar skyldum er að tryggja að kostnaður vegna tengingu nýs aðila við flutningskerfið valdi ekki auknum tilkostnaði hjá þeim sem fyrir eru. Ef flutningstekjur duga ekki til að greiða upp fjárfestinguna vegna framkvæmda við tengingu þá ber að krefja viðskiptavin um greiðslu á því sem upp á vantar í samræmi við ákvæði reglugerðar og netmála.. Hins vegar ber öllum viðskiptavinum að taka þátt í framkvæmdum í meginflutningskerfinu með því að greiða flutningsgjöld samkvæmt gjaldskrá. Stefna Landsnets er að halda gjaldskrá óbreyttri þrátt fyrir fjárfestingar. Samkæmt áætlunum dagsins í dag eru áhrif framkvæmdarinnar á gjaldskrá engar þegar tekið er tillit til kerfisframlags og því mun kostnaður ekki falla á almenna notendur.“