Í dag verður hátíðisdagurinn stóri á Vestfjörðum þegar slegið verður í gegn í Dýrafjarðargöngunum og opnað milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.
Haldin verður sérstök hátíðisdagskrá í göngunum eftir hádegið samkvæmt dagskrá sem hefur verið kynnt rækilega, meðal annars hér á Bæjarins besta.
Þar mun karlakórinn Ernir koma fram og syngja. Í síðustu viku hélt kórinn tónleika á Þingeyri og söng þar lagið góðkunna sem Stuðmenn gerðu frægt, að slá í gegn, en með nýjum texta eftir einn kórfélaga.
Bæjarins besta hefur komið höndum yfir textann og fengið leyfi til þess að birta hann.
Það er aldeilis bæði staður og stund til þess að syngja nýja textann í dag inn í göngunum langþráðu:
Dýrafjarðargöng
Árum saman, óskin var.
Ak’inn hérna, ak’út þar.
Þeir sem eiga hér heima, létu sig dreyma,
um holu í heiðina!
Slá í gegn, slá í gegn,
í draumi sáu, að slá í gegn.
En yfirvöldum, hefur sko það reynst um megn!
Loks var borað, bergið sprengt.
Blessað gatið stöðugt lengt.
Er daga nú lengir, þá hafa þeir drengir,
Dýra- og Arnarfjörð tengt.
Slá í gegn, slá í gegn.
Í rest við náðum að slá í gegn.
Og því yfirvöldum, þökkum við vel, þessa fregn!
(Við fögnum þessum dýrmæta áfanga, en betur má ef duga skal!!
Dynjandisheiðin er næst!)
O-O-Ó! – fullgert fyrirtak!
Loksins laus við allt snjóskafla-skak!
Sko!- með brettin!! – Vesturleiðina!!!
Slá í gegn, slá í gegn
í draumi sáum að slá í gegn.
Verksins af völdum,
ánægður verð, – þjóðarþegn!
Anonymus Trabalis í mars 2019.