Líður senn að lokum fyrsta skólaárs Lýðháskólans og því bjóða nemendur til listasýningar og tónleika – eins konar uppskeruhátíð þess sem nemendur hafa unnið að í vetur.
Lýðháskólinn hefur sent eftirfarandi tilkynning frá sér:
Nemendur hafa spreytt sig í hinum ýmsu listgreinum og nú er kominn tími til að deila með ykkur hvað í okkur býr!
SMÁLEIKHÚS – TÓNLEIKAR – LISTAVERK – HEIMILDARMYND
Hér ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Við hefjum leikinn á smáleikhússýningu á sögunni um Sjóarann og hafmeyjuna (ath. ekki við hæfi ungra barna), fáum að njóta tónleika frá fjölda efnilegra tónlistarmanna af svæðinu og sjá heimildarmyndina „VIГ.
Aðgangur ókeypis.
Léttar veitingar í föstu og fljótandi formi í boði.
Öll velkomin!
Dagskrá frá kl 13:30 til kl 18:00 í Hjálmshúsinu Flateyri