Hið árlega badmintonmót Tennis- og badmintonfélags Ísafjarðar í tvímenningi verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði, í kvöld, 30. apríl, kl. 20:30. Um er að ræða opið mót, ætlað trimmurum, og eru badmintoniðkendur á svæðinu hvattir til þátttöku. Ekkert þátttökugjald. Þátttakendur skrái sig á staðnum.