Dragnótabáturinn Ásdís ÍS 2 var flutt til Flateyrar í gær. Þetta kemur fram á vef Fiskistofu. Úthlutaður kvóti á bátinn er 687 tonn í þorskígildum talið. Að auki er 27 tonna sérstök úthlutun á bátnum vegna skel- og rækjubóta. Milli ára er flutt 23 tonn og millifært frá öðrum er 392 tonn. Samtals er skráður kvóti 1130 tonn á Ásdís Ís 2. Þar af hafa 521 verið veidd.
Ásdísin landaði afla sínum í gær á Flateyri.
Þá hefur Ísborg II sem nú mun heita Klakkur ÍS 903 veðið skráður á Flateyri frá 25. mars síðastliðinn. Gunnar Torfason, eigandi Tjaldtanga ehf sem á Ísborgina sagði á sínum tíma í viðtali við Bæjarins besta að ætlunin væri gera skipið út á úthafsrækju.