Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps hefur staðfest ársreikning árins 2017 fyrir Minjasafn Egils Ólafssonar. Á fundi samráðsnefndarinnar fyrir páska fór forstöðumaður safnsins yfir helstu atriði ársreiknings 2017 og leiðréttingar sem gerðar voru á reikningum. Reikningur fyrir 2018 liggur ekki fyrir.
Tekjur safnsins voru tæpar 23 milljónir króna samkvæmt ársreikningnum. Framlög sveitarfélaganna tveggja var 12 milljónir króna og styrkur úr ríkissjóð 3,65 milljónir króna.
Tekjur af sölu voru 6,7 milljónir króna og aðrar tekjur 450 þúsund krónur.
Útgjöld ársins voru 22,8 milljónir og hagnaður því 2,2 milljónir króna. Helstu útgjaldaliðir voru laun og tengd gjöld 14,4 milljónir króna , vörunotkun 2,1 milljónir króna og annar rekstrarkostnaður 4,3 milljónir króna.
Eignir safnsins eru bókfærðar á 26,4 milljónir króna og skuldir eru óverulegar, tæpar 300 þúsund krónur.
Í megindráttum má segja að framlög ríkis og sveitarfélaga standi undir launakostnaði og tekjur af sölu og aðgangeyrir standi undi röðrum rekstrarkostnaði.
Aðeins 1 milljón króna var varið í viðhald safnsins á árinu 2017 enda segir í fundargerð samráðsnefndarinnar að ljóst er að margt er komið á tíma varðandi viðhald.
Fund samráðsnefndarinnar sátu
- Ásgeir Sveinsson, aðalmaður
- Bjarnveig Guðbrandsdóttir, aðalmaður
- Iða Marsibil Jónsdóttir, aðalmaður
- Lilja Magnúsdóttir, aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, aðalmaður